Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Davíð bless karlinn

Jæja þá er karlinn hann Davíð farinn úr Seðlabankanum, það hafa örugglega einhverjir lift glösum í gærkv í góðum félagsskap. En nú er kominn nýr Seðlabankastjóri frá Norge hvað haldi þið að hann fái í laun á mánuði maðurinn sá, hann fær örugglega borgað í Norskum krónum og fær því mikið kaup svo eru bið launin, hvaða eilifðar bruðl er í gangi mér er spurn það er alltaf hægt að bruðla þegar Ríkisstjórnin á í hlut spilling af vestu gerð.

jæja njótið helgarinnar með ykkar bestu vinum og brosum.


5dagar af sælu.

Heart Laugardagur, konudagur, Bolludagur.sprengidagur,og síðast og ekki síst Öskudagur þetta eru allt spennandi dagar allir eiga sér uppáhaldsdag alla vega ég.það er bolludagurinn mér finnst svo góðar vatnsdeigsbollur það er í góðu lagi að fá sér tvær og allsekki meira. svo langar mig að fjölskyldan borði saman saltkjötið  það er stuð í því. Karlar munið eftir konudags blómunum eingin kona má vera á blóma.InLove

Gaskútar

Já sæll, hvað er fólk að hugsa það var sprenging í húsi á Akureyri húsið er ónytt, ekki er ég hissa þarna inn voru 25 já 25 gaskútar þetta er náttúrulega bara bilun EF kútarnir hefðu sprungið væri það eins og 25 byssuskot. Þarna var maðurinn heppinn að ekki gerðist neitt hjá nágrönnum ég lít á þetta sem morð tilraun á hæðsta stygi.Þetta er voðalegt ef úr þessu hefði orðið mikil sprenging þá værum við nágrannar í mikilli hættu. Reykurinn lá hér yfir Kringlumyrina og vond likt ..Hundur mannsinn var komin upp að Elliheimilinu Hlíð hann var eitthvað sviðinn greyið. Vonandi verður þetta til þess að fólk hætti að hafa þessa bölvaða gas kúta inn það kallar á óhapp. Göngum vel frá öllu og forðumst slysin.


Látum sönginn hljóma.

Laugardagur til lukku, og allir glaðir ekki satt? nú er kvöldiði í kvöld sem skyptir máli hvaða lag fer fyrir okkar hönd í Evrovíson. Ég er hrifin af 4, lögum svo bara vonast ég til þess að eitt af þeim komist alla leið. Fallegt veður er hér á Akureyri sól og sæla svo við brosum með hjartanu

 Hjartans kveðjur sendi ég til fólksins í landinu BROSUM.


Mánudagur til mæðu hvað er það.

Mánudagur til mæðu er sagt, en ég seigi að Mánudagurin sé æði mér hefur aldrei leiðst Mánudagar. En Sunnudagar eru voðalega lítið skemmtilegi finnst mér.Davíð situr en í góða stólnum Dabbi er stríðinn hann stendur upp einn daginn og ullar framan í lýðinn.Hann var eltur í morgun eins og afbrotamaður hann húsvitjaði hjá Mömmu sinni fór í læknisskoðun eða svo er sagt´og svo í vinnu á gráum sendlabíl, ætli hann hafi verið að horfa á Réttinn í gærkvöldi og litist vel á ferðamátannn sem notaður var þar til að koma fólkinu til og frá vinnu. ílla er látið í kringum fólkið en þetta skapaði það sér og gerir ekkert  til að rétta sig við.Mér er ALVEG hætt að lítast á 80 daga stjórnina það gerist ekkert skrattinn hafi það.

Glaðar og góðar stundir.


Þakka fyrir vikuna

Nú er komin fimmtudagur sæll og glaður, ég for í sjukraþjálfun í morgun það er svo mikið fjör þar þarna eru margir að leita sér hjálpar, fólk úr öllum stéttum og í öllum stærðum og gerðum það eru allir svo glaðir og kátir og mikið grín og mikil gleði í fólkinu.Þannig á það að vera mikið er talað um menn og málefni lífs gátan leyst og ekkert vol og víl það er bannað.Ég er með algjöra dellu fyrir lagi sem Ódi Vald syngur það er lagið Ég er komin heim ,ég verð að syngja með hátt og snjallt það er í lagi því enginn er heima á neðri hæðinni fyrr en um kvöldið. En þetta lag verð ég að heyra einu sinni á dag og það er sko látið hljóma, nú hugsar þú aumingja konan ætli hún sé ga, ga nei, nei bara hef gaman af lífinu og svoleiðis.

Þakka fyrir vikuna og eigum góða helgi.


80 dagar til sigurs

Jæja þá erum við búin að fá nýja Ríkisstjórn umhverfis ruglið á 80 dögum,  ætla þau að sigla með fullum seglum þöndum.Mikið væri það gott að vel fiskaði  og geti komið okkur á flot almenningi.Nú á að reka Seðlabankastjórana alla þrjá, ég er einhvern veigin með hugmynd vona að hún sé svarthvít það er að Davíð verður rekinn ,hann afþakkar biðlaunin fer beinnt inn á flokksþing Sjálfstæðismanna fer í formannsslaginn og svo í Forsata framboð þegar Ólafur Ragnar hættir.Nú vona ég að fólk hafi augun og eyrun opinn. Fallegt er veðrið hér i bæ í dag sól og mikill kuldi 14 stig,fannhvít jörð og fjallahringurinn heldur utanum ökkur.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband